Отсутствует (исполнитель: Неизвестен)
Dauðans harða Lágnætti sveipar heiminn myrkum hjúpi í nótt. Og við hverfum öll á braut, eitt og eitt í myrkrinu í nótt. Blása vindar fortíðar, að gráum himni bera mig í nótt. Þeir syngja dauðleg nöfn okkar eitt og eitt á himninum í nótt. Skammverm sólin horfin er, lyftir hlífðarskildinum í nótt. Vel yrktu feður tungunnar um ástina, sem varð úti í nótt. Í minningunni lifir ljóst, við döpur drekkum þína skál í nótt. Á endanum öll komumst heim þo það verði ekki í nótt. Nóttin þekur, dauðinn tekur. Nótten boðar. dauðans snæ. En sólin vekur lífsins blæ. Ferð okkar tekur brátt enda og við höldum heim á leið. Við komum til þín seinna þó það verði kannski ekki í nótt.